TOP

 

Meðlimum Costco bjóðast hágæða vörur á lægsta mögulega verði.

Fylltu reglulega á tankinn með blýlausu bensíni, 95 E10 oktana blýlausu gæðabensíni eða gæðadísilolíu frá Kirkland Signature™. Hágæða eldsneytið frá Kirkland Signature inniheldur öflug djúphreinsandi bætiefni sem hámarka eldsneytisnýtingu og afköst vélarinnar. Allir eldsneytisflokkar Kirkland Signature innihalda bætiefni sem vernda vélina og halda henni í toppstandi, á lægra verði.

Fjórir þættir sem gera að verkum að eldsneyti frá Kirkland Signature™ hámarkar afköst og eldsneytisnýtingu:

Dregur úr útblæstri

Öflug bætiefni fjarlægja útfellingar sem gerir háþróuðum mengunarvarnarbúnaði vélarinnar kleift að starfa eins og ætlast er til og dregur þannig úr mengandi útblæstri sem stafar af útfellingum í ventlum og stífluðum eldsneytislokum.

Endurheimtir sparneytni

Útfellingar á eldsneytislokum geta haft áhrif á úðamyndun og ventlastjórnun sem kemur í veg fyrir góðan bruna. Eldsneytið frá Kirkland Signature brýtur niður útfellingar sem safnast hafa upp á innspýtingarventlum og kemur í veg fyrir frekari uppsöfnun.

Hreinir eldsneytislokar hámarka eldsneytisrennsli og framkalla fínan úða sem leiðir til skilvirkari bruna eldsneytis. Regluleg notkun eldsneytis frá Kirkland Signature heldur vélinni hreinni og stuðlar að því að endurheimta hámarks eldsneytisnýtingu vélarinnar.

Fjarlægir skaðlegar útfellingar

Notkun á 95 okt. blýlausu gæðabensíni frá Kirkland Signature hjálpar til við að fjarlægja útfellingar sem safnast hafa upp á inntaksventlum bensínvéla. og kemur í veg fyrir frekari uppsöfnun. Það stuðlar að lægri bilanatíðni, dregur úr viðhaldsþörf og tryggir besta gang vélarinnar.

Bætir afköst

Hreinsandi bætiefni endurheimta afl vélarinnar með því að fjarlægja útfellingar á innspýtingarbúnaði og hindra frekari uppsöfnun sem getur dregið úr afli og leitt til skertrar aksturshæfni.

Diesel fuel injectors showing deposit build-up (left) and as new (right)