TOP

Notendur snertilinsa geta áfram pantað snertilinsur með því að hafa samband við sjóntækjafræðinga Costco, við pöntum linsurnar og höfum þær tilbúnar svo þú getir sótt þær næst þegar þú kemur í vöruhús Costco. Til að sækja pantanir þarf að framvísa sönnun á aðild.

 

 

Sjóntækjadeild Costco býður alhliða úrval af sjóntækjum og þjónustu.

Sjóntækjadeild Costco leggur metnað í að ráða til sín færustu sérfræðinga í faginu. Viðskiptavinir geta treyst því að fá bestu mögulegu þjónustu hjá sjóntækjadeild Costco.

Sjóntækjadeildin okkar býður upp á fjölbreytt úrval af umgjörðum frá leiðandi vörumerkjum, sólgleraugu frá þekktum hönnuðum, snertilinsur og nýjustu tækni í hágæða sjónglerjum frá virtum framleiðendum.

Vinsamlegast hringið í vöruhúsið til að panta tíma í augnskoðun..

Hágæða sjóngler

Sjóntækjadeild Costco leggur metnað í að bjóða verulega hagstætt verð á einföldum og margskiptum sjónglerjum frá framleiðendunum Essilor og Zeiss.

Innifalið í kaupunum er fyrsta flokks húðun án aukakostnaðar.

Við seljum þynnri sjóngler sem gefa nettara útlit fyrir mikla leiðréttingu.

Spyrjið sjónglerjafræðing um tölvuglerin okkar, polariseruð sólgler með styrk, ljósnæm (transition) gler og akstursgler.


Snertilinsur

Stundum hentar illa að nota gleraugu og þá geta snertilinsur verið góður kostur.
Hjá okkur færðu daglinsur, tveggja vikna linsur og mánaðarlinsur.

Snertilinsurnar okkar henta bæði fullorðnum og börnum.
Costco selur snertilinsur sem leiðrétta nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju ásamt margskiptum linsum.

Snertilinsur eru ekki bundnar við aldur.
Eftir 40 ára aldur byrja augun að breytast þannig að hlutir í návígi verða óskýrir.
Margskiptar snertilinsur geta leiðrétt slíka fjarsýni og gert þér kleift að sjá skýrt bæði í nálægð og fjarlægð.


Umgjarðir frá þekktum hönnuðum

Hjá okkur færðu merkjavöru í takt nýjustu tísku, stórar umgjarðir og umgjarðir í gömlum stíl, umgjarðir úr títaníum málmi og léttara plasti.

Fyrir dömur bjóðum við upp á bjarta liti og munstur til viðbótar við sígildar brúnar og svartar umgjarðir.

Fyrir herra eru ýmsar litríkar gerðir í bláum og gráum tónum og með skærum litum við gagnaugun.

Við bjóðum mikið úrval af stærðum sem henta hverju andlitslagi, fyrir börn og fullorðna.


Sólgleraugu frá þekktum hönnuðum

Í sjóntækjadeild Costco fást sólgleraugu frá leiðandi vörumerkjum, bæði tískusólgleraugu og sólgleraugu til tómstundaiðkunar.

Sólgleraugun okkar fylgja nýjustu tískustraumum.

Sólgleraugu með styrk tryggja flott útlit og skýra sjón.

Hjá okkur finnurðu fjölbreytt úrval af sólgleraugum úr plasti og málmi frá þekktum tískuhönnuðum fyrir dömur og herra, með eða án styrkleika.

Við bjóðum líka úrval af polariserðum sólgleraugum með styrk.

essilor
zuiss
transitions adaptive lenses
crizalFORTEuv
acuvue
alcon
bausch+lomb
CooperVision