TOP

Kirkland Signature merkir gæði og gott verð. Kirkland Signature merkir gæði og gott verð.

Costco er stolt af því að bjóða hágæðavörur á lægsta mögulega verði og þess vegna var hagstætt fyrir okkur að setja á laggirnar okkar eigið vörumerki til að selja við hlið þekktra vörumerkja á borð við Kleenex, Duracell og Downy. En ef við seljum nú þegar vörumerki á lægsta mögulega verði, hvernig höfum við sannfært meðlimi um að leggja traust sitt á nýtt vörumerki? Svarið er, „frábært verð“.

Árið 1995 stofnaði Costco vörumerkið Kirkland Signature, sem tók nafn sitt af borginni Kirkland í Washington-fylki þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins voru til húsa á þeim tíma. Í dag er Kirkland Signature meðal stærstu og öflugustu vörumerkja á heimsvísu. „Við getum gert meira með vörur frá Kirkland Signature en með vörur frá öðrum vörumerkjum,“ segir Tim Rose, framkvæmdastjóri matvæla- og vörusviðs, „af því við seljum þær í gríðarlegu magni og setjum okkur viðmið um gæði og hagstætt verð.“

Vinsælustu vörutegundir okkar eru meðal annars:

 • Salernisþurrkur
 • Eldhúsrúllur
 • Pistasíuhnetur
 • Örbylgjupoppkorn
 • AA rafhlöður
 • Kólumbískt kaffi
 • Uppþvottavélatöflur
 • Bríe ostur
 • Blandaður hnetur
 • Sódavatn
 • Sushi
 • Þvottatöflur
 • Þurrkað mangó
 • Kjötstrimlar
 • Örtrefjaklútar
 • Sjampó
 • Hreinsiklútar
 • D-vítamín

Við seljum vörur undir Kirkland Signature vörumerkinu okkar í nánast öllum vöruflokkum og auk þess bera langflestar vörur í bakaríinu okkar, kjötborðinu og sælkeraversluninni vörumerki Kirkland Signature.

Costco leggur rækt við Kirkland Signature vörumerkið og er stolt af því að viðhalda ströngum gæðakröfum um hágæðavörur og hagstætt verð.

Við seljum ekki bara Kirkland Signature... Við erum Kirkland Signature.