TOP

Aðildarskilmálar

Aðildarkort

 1. Aðild er í boði fyrir 18 ára og eldri.
 2. Aðildarkortið má aðeins sá nota sem kortið er stílað á.
 3. Ljósmynd af meðlimi verður að fylgja svo kortið sé gilt. Ljósmynd er tekin í versluninni.
 4. Costco áskilur sér rétt til að neita umsækjanda um aðild. Costco getur afturkallað aðildina án ástæðu.
 5. Aðildarkortið er eign Costco og því verður að skila sé þess óskað.
 6. Sýna skal aðildarkortið þegar komið er í vöruhúsið og við afgreiðslukassana.
 7. Um aðildina gilda þeir skilmálar sem Costco hefur sett eða kann að setja. Costco áskilur sér rétt til að breyta slíkum skilmálum án fyrirvara.

Aðildargjöld

 1. Aðildargjald fyrir Fyrirtækjameðlimi er 3.800 kr (m. vsk) og innfalið er ókeypis heimiliskort. Það gildir í 12 mánuði frá skráningarmánuði. Það veitir meðlimnum rétt á einu persónulegu aðildarkorti.
 2. Aðildargjald fyrir Einstaklingsmeðlimi er 4.800 kr (m. vsk) og innifalið er ókeypis heimiliskort. Það gildir í 12 mánuði frá skráningarmánuði. . Það veitir meðlimnum rétt á einu persónulegu aðildarkorti.
 3. Sex aukakort standa til boða eingöngu fyrir Fyrirtækjameðlimi fyrir 2.400 kr (m. vsk) hvert. Hver aukakorthafi fær útgefið persónulegt meðlimakort.
 4. Öll aukakort renna út á sama tíma og aðalkortið, sama hvenær þau voru gefin út. Aðalkorthafinn er ábyrgur fyrir greiðslu á gjöldum á öllum aukakortum.
 5. Gjöld geta breyst samkvæmt ákvörðun Costco.

Endurnýjun aðildar

 1. Aðalmeðlimurinn verður að heimila endurnýjun og allar breytingar, þ.á.m. þegar kortum er bætt við eða sagt upp.
 2. Endurnýjun er fyrir 12 mánaða tímabil miðað við upphaflega skráningu, hvort sem réttur til að versla hefur verið nýttur eða ekki.
 3. Endurnýjunargjald er hægt að greiða í hvaða vöruhúsi Costco sem er. Aukakortin renna út á sama tíma og aðalkortið.
 4. Greiðslu verður að inna af hendi fyrir alla korthafa þegar endurnýjun fer fram.
 5. Aðild sem er endurnýjuð innan 2ja mánaða frá því að núverandi aðild rann út verður endurnýjuð í 12 mánuði frá því að gildistíminn rann út. Aðild sem er endurnýjuð tveimur mánuðum eða seinna, eftir að hún rann út verður framlengd um 12 mánuði frá dagsetningu endurnýjunar. Öll kort á aðildarreikningi renna út á sama tíma og aðalaðildin óháð því hvenær þau voru virkjuð.

Týnd/stolin kort

 1. Tilkynna skal týnd eða stolin kort eins fljótt og auðið er við aðildarborðið.

Greiðsla

 1. Við tökum á móti reiðufé og öllum debet- og kreditkortum.
 2. Aðeins meðlimir með gild aðildarkort geta keypt vörur hjá Costco.

Ýmislegt

 1. Meðlimir mega gjarnan koma með börnin sín og bjóða allt að tveimur gestum inn í vöruhúsið en eingöngu meðlimir Costco mega kaupa vörur.
 2. Foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum. Börn skulu fylgja foreldrum sínum á meðan verslað er í vöruhúsinu. Meðlimir bera líka ábyrgð á gestum sínum og öðrum fjölskyldumeðlimum.
 3. Costco áskilur sér rétt til að meina hverjum sem er inngöngu í vöruhúsið án sérstakra skýringa.
 4. Reykingar og rafrettur eru ekki leyfðar í vöruhúsum Costco.
 5. Meðlimir, eða gestir á þeirra vegum, sem valda skemmdum á vörum eða pakkningum þurfa að bera kostnaðinn sem af því hlýst.
 6. Til að tryggja að allir meðlimir hafi greitt rétt verð fyrir vörurnar sem þeir hafa keypt, verða allar kvittanir og vörur skoðaðar þegar meðlimir yfirgefa vöruhúsið.
 7. Einungis korthafi hefur heimild til að stunda öll viðskipti á sínu korti, þ.á m. skila vörum.
 8. Costco vinnur persónuupplýsingar um meðlimi og korthafa í þeim tilgangi að sinna umsýslu við aðild og úrvinnslu viðskipta.
 9. Aðild að Costco gildir í öllum vöruhúsum félagsins hvort sem er innanlands eða erlendis. Persónuupplýsingar um meðlimi geta þar af leiðandi verið aðgengilegar öðrum vöruhúsum félagsins erlendis.
 10. Samkvæmt stefnu Costco er bannað að koma með skotvopn inn í vöruhúsið, nema um lögreglumenn sé að ræða.
 11. Dýr eru ekki leyfð í Costco vöruhúsum nema viðeigandi lagaákvæði gangi framar slíku banni.

Áfengiskaup

 1. Allar áfengispantanir eru afgreiddar í gegnum Costco Wholesale UK. Færslur verða framkvæmdar í íslenskum krónum (ISK).
 2. Aðeins einstaklingar 20 ára eða eldri geta pantað og sótt áfengi með smellu og sæktu þjónustunni.
 3. Afhending er aðeins í boði á venjulegum opnunartíma vöruhússins og þarf að framvísa gildum persónuskilríkjum við afhendingu.
 4. Gild aðild í Costco Wholesale og netreikningur eru nauðsynleg til að ganga frá kaupunum.

Costco ábyrgð

 1. Við munum endurgreiða árlegt aðildargjald ykkar ef vöruhúsið stenst ekki fullkomlega væntingar ykkar.
 2. Við ábyrgjumst gæði þeirra vara sem við seljum. Ef vörur uppfylla ekki kröfur meðlima er þeim kleift að skila vörunum gegn fullri endurgreiðslu. Um skilarétt meðlima kunna þó að gilda ákveðnar sérreglur, sbr. neðangreint. Nánari upplýsingar um gildandi skilarétt er hægt að nálgast á www.costco.is.
  • Raftæki: Hægt er að skila eftirfarandi vörum innan 90 daga frá því vörukaup áttu sér stað: raftækjum, stærri heimilistækjum, tölvum og spjaldtölvum, myndavélum, og snjallsímum (athugið að sérstakar reglur kunna að gilda samkvæmt samningum við einstaka þjónustuveitendur í farsímaþjónustu) og MP3-spiluurum. (90 daga reglan gildir þó ekki um ýmis smærri heimilistæki í eldhúsinu).
  • Demantar: 1 karat eða stærri: Meðlimir geta skilað demöntum sem eru að lágmarki 1 karat enda leggi þeir fram öll tilskilin skírteini (IGI og/eða GIA skírteini) og fá þeir þá í staðinn staðfestingu um vöruskilin og verðmæti endurgreiðslu. Costco mun láta viðurkenndan demantasérfræðing rannsaka uppruna og ástand demantsins innan 72 klukkustunda.
  • Gullstöng: Ábyrgð Costco á ánægju viðskiptavina og stefnan um vöruskil á ekki við um gullstangir. Lögmæt réttindi þín eru engu að síður óbreytt. Sért þú neytandi gætu þau réttindi falið í sér réttinn til þess að skila gullstöng gegn endurgreiðslu eða að fá vöru í staðinn eða lækkun á verði sé gullstöngin ekki af fullnægjandi gæðum og eins og henni er lýst eða ef hún er ekki í samræmi við afhent sýnishorn. Sértæk réttindi þín eru háð þeim tíma sem liðinn er frá kaupum þínum á gullstönginni og sértæku eðli vandans.
  • Sért þú kaupmaður gætir þú þurft að leggja fram kröfu vegna tjóns við þannig kringumstæður.
  • Um vörur sem hafa takmarkaðan líftíma ellegar eru seldar með sérstakri takmarkaðri ábyrgð kann að gilda takmarkaðri skilaréttur, s.s. hlutfallslegur endurgreiðsluréttur.
 3. Nánar um vöruskil: Ef þú vilt skila vöru sem keypt hefur verið í vöruhúsi okkar skaltu koma með hana í vöruhúsið og óska eftir endurgreiðslu.
 4. Framangreind Costco ábyrgð gildir aðeins fyrir þá sem eru meðlimir að Costco á skiladegi en með því er þó ekki verið að undanskilja neinn þann rétt sem bundinn er í lög. Athugið að ef þú keyptir ekki umrædda vöru þá munt þú þurfa að gefa upp nafn og kennitölu þess meðlims sem keypti vöruna til að Costco geti staðreynt vörukaupin.

„COSTCO“ er skráð vörumerki.

Costco Wholesale Iceland ehf. notar persónuupplýsingar meðlima í tengslum við aðild þeirra að Costco. Í því felst meðal annars vinnsla persónuupplýsinga sem telst nauðsynleg til að framkvæma greiðslur, miðlun persónuupplýsinga til þjónustuaðila og til annarra Costco vöruhúsa og flutningur persónuupplýsinga til landa utan EES svæðisins. Nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga má finna í aðildarskilmálum og persónuverndarstefnu félagsins.

Með því að samþykkja umsókn þessa samþykki ég-þessa aðildarskilmála. Þá hef ég kynnt mér persónuverndarstefnu Costco Wholesale Iceland ehf. þar sem vinnslu persónuupplýsinga er nánar lýst. Persónuverndarstefnuna má nálgast á þjónustuborði í vöruhúsi félagsins og á heimasíðu þess, www.costco.is.