PERSÓNUVERNDARSTEFNA COSTCO WHOLESALE ICELAND EHF.
ÍÐAST UPPFÆRT 7. OKTÓBER 2020
Costco Wholesale Iceland ehf. ("Costco" eða "við") kt. 700614-0690, Borgartúni 26, 105 Reykjavík, er ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinga eins og nánar er lýst í þessari persónuverndarstefnu.
Með persónuverndarstefnu þessari er skýrt hvernig Costco fer með persónuupplýsingar meðlima sinna og viðskiptavina sem versla í vöruhúsi félagsins hér á Íslandi, hafa samband við aðildarþjónustu, nota heimasíðu félagsins, www.costco.is, eða eiga samskipti við okkur með öðrum hætti. Við hvetjum þig til að kynna þér reglulega persónuverndarstefnu okkar til að tryggja að þú skiljir hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar þínar og réttindi þín í tengslum við slíka vinnslu.
Vinsamlega athugaðu að við kunnum að hafa í gildi sérstaka persónuverndarstefnu í tengslum við tilteknar vörur og þjónustu. Þegar þú heimsækir vöruhús Costco utan Íslands eða vefsíður annarra Costco félaga, þá gildir persónuverndarstefna viðkomandi Costco félags um vinnslu persónuupplýsinga.
Costco er umhugað um örugga meðferð persónuupplýsinga
Við virðum rétt þinn til einkalífs og tryggjum að öll meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við ákvæði gildandi laga og reglugerða um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.
Við tryggjum að persónuupplýsingar séu ekki afhentar þriðju aðilum nema fyrir liggi samþykki þitt eða í samræmi við heimild í gildandi persónuverndarlöggjöf (sjá kafla D). Við virðum sjálfsákvörðunarrétt þinn varðandi alla meðferð persónuupplýsinga. Persónuverndarstefna þessi inniheldur upplýsingar um hvernig Costco meðhöndlar persónuupplýsingar um þig, s.s. um söfnun, notkun, miðlun og öryggi persónuupplýsinga.
A. Hvað eru persónuupplýsingar?
Persónuupplýsingar eru sérhverjar upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling ("skráðan einstakling"); Persónuupplýsingar geta verið nafn, símanúmer, netfang, debet eða kreditkortanúmer, andlitsmynd í Costco aðildarkortinu þínu, ip-tala eða upplýsingar um vörukaup einstaklings. Persónuupplýsingar kunna einnig að safnast hjá lyfjaverslun okkar og í tengslum við kaup á sjóntækjum og við sjónmælingar (sjá kafla I).
Persónuupplýsingar eru hins vegar ekki safnupplýsingar (e. aggregate data). Safnupplýsingar teljast upplýsingar sem við söfnum um hóp eða flokk vara, þjónustu eða viðskiptavina þar sem ekki er hægt að rekja upplýsingarnar til tiltekins einstaklings. Nánar tiltekið þá kunna upplýsingar um það hvernig þú notar tiltekna þjónustu að vera bornar saman við upplýsingar um hvernig aðrir nota sömu þjónustu en engar persónuupplýsingar koma fram í niðurstöðunum. Með sama hætti kunnum við að safna upplýsingum um þær vörur sem þú kaupir og bera saman við upplýsingar um vörukaup annarra viðskiptavina. Safnupplýsingar hjálpa okkur að skilja tilhneigingu og þarfir viðskiptavina okkar í því skyni að geta boðið nýjar vörur og þjónustu ásamt því að sníða nánar vöruframboð og þjónustu að óskum viðskiptavina okkar.
Viðskiptavinum er heimilt bæta einum fjölskyldumeðlim undir viðskiptareikning sinn hjá Costco sem aukameðlim og geta því safnast persónuupplýsingar um þann aukameðlim hjá okkur. Aukameðlimir verða að samþykkja þá skilmála sem gilda um aðild að Costco og um meðferð persónuupplýsinga þeirra fer eftir þessari persónuverndarstefnu.
B. Hvernig safnar Costco persónuupplýsingum?
Við söfnun eftirfarandi persónuupplýsingum um meðlimi:
- Nafn.
- Kennitala.
- Meðlimanúmer.
- Andlitsmynd.
- Netfang.
- Heimilisfang.
- Símanúmer.
- Upplýsingar um vörukaup.
Við söfnum persónuupplýsingum m.a. í eftirfarandi tilvikum:
- Þegar þú óskar eftir að vera meðlimur eða endurnýjar aðild þína.
- Þegar þú notar heimasíðuna okkar (www.costco.is) og þegar þú samþykkir að fá fréttir, tilboð og annað kynningarefni.
- Þegar þú pantar vörur eða þjónustu í vöruhúsi okkar eða þegar þú skilar eða skiptir vörum.
- Þegar þú hefur samband við okkur, s.s. óskar upplýsinga, kemur athugasemdum á framfæri, sendir kvörtun eða beiðni, með tölvupósti, í síma eða á þjónustuborði í vöruhúsi okkar.
Til að þú getir fengið aðildarkort til að versla í vöruhúsinu þurfum við að taka ljósmynd af þér sem er geymd í vöruhúsi okkar.
Þá kunna einnig að safnast myndbandsupptökur af þér í öryggismyndavélakerfi verslunarinnar. Tilgangur öryggismyndavélakerfis er einkum öryggis- og eignavarsla, til að gæta hagsmuna félagsins, viðskiptavina þess, starfsmanna eða annarra.
Að auki kunna að safnast upplýsingar sjálfkrafa, s.s. þegar þú heimsækir heimasíðu okkar (t.d. ip-tala eða auðkenni tölvunnar ásamt upplýsingum um tölvukerfið sem notað er). Einnig eru skráðar upplýsingar um að þú tengist heimasíðunni okkar í gegnum hlekk og þá af hvaða heimasíðu, hvernig þú notar heimasíðu Costco, tími og dagsetning heimsóknarinnar, auk upplýsinga um kaup á vörum og þjónustu. Slíkum upplýsingum kann að vera safnað með notkun vefkaka (e. cookies). Nánari upplýsingar um vefkökur má finna hér.
Costco kann einnig að fá persónuupplýsingar um þig í gegnum þriðju aðila, s.s. samstarfsaðila Costco. Slíkar upplýsingar kunna að vera skráðar þegar skrár eru leiðréttar, við aðgerðir til varnar fjársvikum, þegar tiltekin þjónusta er veitt eða í gegnum tilboð eða sérvörur. Slíkar upplýsingar kunna að vera samtengdar öðrum persónuupplýsingum um þig sem Costco skráir, s.s. í því skyni að geta sniðið auglýsingaefni og markaðsefni sem við kunnum að senda þér betur að þínum þörfum.
C. Hvernig notar Costco persónuupplýsingar?
Costco notar persónuupplýsingar þínar alla jafna í þeim tilgangi að vinna beiðnir eða viðskiptafærslur, virkja aðild þína, veita þér fyrsta flokks þjónustu, upplýsa þig um tilboð sem við teljum að þú hafir áhuga á og í tengslum við viðskiptareikning þinn hjá fyrirtækinu, til að mynda þegar við dreifum eigin kynningarefni eða könnunum. Persónuupplýsingar kunna að vera notaðar í eftirfarandi tilgangi:
- Til að sinna beiðni þinni um aðildarkort eða endurnýjun aðildar og við önnur framkvæmdarleg atriði í tengslum við aðildina (vinnslan er nauðsynleg til að efna aðildarsamning milli þín og Costco);
- Til að veita þér vöru og þjónustu, m.a. framkvæma greiðslur, senda tilkynningar (með tölvupósti eða SMS-skilaboðum) í tengslum við vörukaup, halda utan um kaupsögu og við skil og skipti á vörum (vinnslan er nauðsynleg til að efna aðildarsamning milli þín og Costco og til að gæta lögmætra hagsmuna Costco);
- Til að svara fyrirspurnum eða kvörtunum frá þér, m.a. þegar þú hefur samband við þjónustufulltrúa okkar (vinnslan byggir á samþykki þínu og er nauðsynleg til að gæta lögmætra hagsmuna Costco);
- Til að upplýsa þig um innkallanir á vörum eða önnur öryggisatriði og svara spurningum þínum um vörur (vinnslan byggir á lagaskyldu, s.s. löggjöf á sviði neytendaverndar);
- Við innri stjórn, s.s. áætlanagerð, verkaskiptingu, stefnumörkun, gæðakerfi, eftirlit, endurskoðun, rannsóknir og við mats- og skýrslugerðir (vinnslan byggir á lögmætum hagsmunum okkar til að greina kauphegðun, auka vöruúrval og þjónustu og til að þróa og bæta starfsemi okkar);
- Við uppgötvun og rannsókn á svikafærslum og til að koma í veg fyrir slík svik og önnur ólögleg athæfi. Einnig til að vernda réttindi og eignir Costco og tryggja öryggi meðlima, viðskiptavina, starfsmanna eða ef almannahagur krefst þess, þ.á m. með notkun á öryggismyndavélakerfi (vinnslan byggir á lögmætum hagsmunum okkar til að koma í veg fyrir svik og tryggja öryggi eigna, meðlima, viðskiptavina, starfsmanna og til að gæta almannahags);
- Til að uppfylla lagaskyldur, s.s. samkvæmt skattalögum, bókhaldslögum, lögum um varnir gegn svikum og peningaþvætti og lögum sem veita þér tiltekin réttindi (vinnslan byggir á lagaskyldu, t.d. skattalögum, lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og lögum á sviði neytendaverndar);
- Þegar við greinum notkun þína á vefsíðu okkar (vinnslan byggir á lögmætum hagsmunum okkar til að bæta vefsíðuna okkar og til að skilja betur þarfir og væntingar notendanna);
- Í tengslum við markaðssetningu, með bréfpósti, tölvupósti eða SMS-skilaboðum, s.s. auglýsingar, kynningarefni, kannanir, afsláttarmiða, tilboð og meðmæli með vörum, enda hafir þú áður veitt samþykki fyrir slíkri notkun. Slík markaðssetning kann að vera byggð á upplýsingum af viðskiptareikningi þínum og kaupsögu þannig að þú fáir upplýsingar og tilboð sem við teljum sniðin sérstaklega að þér. Þú getur hvenær sem er afþakkað slíkt kynningarefni, sjá kafla G (vinnslan byggir á lögmætum hagsmunum okkar til að veita þér upplýsingar um vörur og þjónustu sem við teljum að veki áhuga þinn, nema lög mæli fyrir um að slík vinnsla skuli byggja á samþykki).
D. Hvernig miðlar Costco persónuupplýsingum til þriðju aðila?
Við miðlum persónuupplýsingum í eftirfarandi tilvikum:
- Til félaga sem heyra undir Costco samsteypuna
- Þjónustuaðilar og verktakar
- Þjónusta samstarfsaðila
- Viðskiptareikningur þinn hjá Costco
- Samþykki. Við miðlum persónuupplýsingum einnig til þriðju aðila, annarra en þeirra sem vísað hefur verið til hér að framan, þegar þú hefur veitt okkur samþykki fyrir slíkri miðlun.
- Í öðrum tilvikum en að framan greinir kunnum við að miðla persónuupplýsingum þegar ætla má að lög skyldi okkur til þess eða þegar slíkt reynist nauðsynlegt til að gæta hagsmuna þinna, til að uppfylla ákvæði laga eða fyrirmæli yfirvalda, til að grípa til varna vegna krafna sem settar hafa verið fram og til að gæta hagsmuna, verja eigur eða önnur réttindi Costco, viðskiptavina okkar, meðlima, starfsmanna eða ef almannahagur krefst þess. Slík miðlun persónuupplýsinga kann að eiga sér stað til að varna fjársvikum eða við rannsókn á slíkum fjármunabrotum. Þá kann persónuupplýsingum að vera miðlað í tengslum við samningaviðræður um kaup, samruna eða yfirtöku á eignum félagsins.
Costco kann að miðla persónuupplýsingum til félaga sem heyra undir Costco samsteypuna (Costco Wholesale Corporation) í þeim tilgangi sem er nánar lýst í þessari persónuverndarstefnu.
Í sumum tilvikum munum við notast við þjónustuaðila og verktaka til að sinna þjónustu fyrir okkar hönd. Til að mynda sjá slíkir aðilar um vinnslu við debet- og kreditkortafærslur, vöruflutninga, þjónustuver, útsendingu tölvupósts, útfærslu afsláttarkjara og við greiningu, leiðréttingu eða uppfærslu á upplýsingum.
Við höfum gert samninga við þjónustuaðila til að veita okkur svokallaða skýjaþjónustu. Skýjaþjónusta er netþjónusta sem gerir einstaklingum og fyrirtækjum kleift að nota hugbúnað og tæki hjá þriðju aðilum. Til að mynda felst slík þjónusta í varðveislu upplýsinga í netþjónum, tölvupóstþjónustu og veflausnum. Slíkir þjónustuaðilar hafa í gildi viðeigandi stefnur og verkferla til að tryggja að upplýsingar sem þeir meðhöndla séu varðveittar með öruggum hætti hverju sinni. Costco notar sem stendur skýjaþjónustu þar sem upplýsingar eru varðveittar bæði innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og í öðrum lögsagnarumdæmum (sjá nánar kafla E)
Ef slíkir þriðju aðilar þurfa að nota persónuupplýsingar þínar í tengslum við þessa þjónustu, gerum við þá kröfu að þeir nýti þær aðeins til að veita okkur þjónustu sína. Þá gerum við einnig þá kröfu að þeir haldi trúnað um upplýsingarnar og/eða að upplýsingunum sé skilað til okkar þegar þeir hafa ekki lengur þörf á þeim.
Ef þú kaupir eða óskar eftir þjónustu frá samstarfsaðilum okkar, þá munu þær upplýsingar sem þú veitir vera miðlað til viðkomandi samstarfsaðila. Til dæmis ef þú skráir þig í bifreiðavildarklúbb Costco (e. Costco Auto Programme), þá kunnum við að miðla staðfestingu á aðild þinni að Costco til viðkomandi söluaðila til að staðreyna að þjónustan standi þér til boða. Í staðinn kann upplýsingum sem þú veitir þessum samstarfsaðilum að vera miðlað til okkar ásamt upplýsingum um notkun þína á viðkomandi þjónustu. Við berum ekki ábyrgð á neinum þeim viðbótarupplýsingum sem þú veitir þessum samstarfsaðilum og við hvetjum þig til að kynna þér persónuverndarstefnu þessara aðila áður en þú veitir þeim upplýsingar.
Hverjum viðskiptareikningi hjá Costco er stjórnað af aðalmeðlim sem hefur heimild til að bæta við aukameðlim eða eyða slíkri skráningu eða gera aðrar breytingar á reikningnum. Vinsamlega athugið að upplýsingar um allar aðgerðir sem framkvæmdar eru undir viðkomandi viðskiptareikningi, s.s. viðskiptafærslur sem framkvæmdar eru af aukameðlim, verða aðgengilegar fyrir aðalmeðlim.
E. Flutningur persónuupplýsinga
Persónuupplýsingar eru fluttar til landa utan EES og í sumum tilvikum veitir löggjöf þeirra ríkja ekki sömu vernd fyrir persónuupplýsingar og gert er í íslenskri löggjöf. Til dæmis flytjum við persónuupplýsingar til félaga sem heyra undir Costco samsteypuna í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Japan, Suður-Kóreu, Tævan og Mexíkó, í þeim tilgangi sem nánar er lýst í þessari persónuverndarstefnu. Við flytjum einnig persónuupplýsingar til þjónustuaðila sem vinna persónuupplýsingar fyrir okkur í Bandaríkjunum, Kanada og víðar (t.d. vinnur Google og Microsoft persónuupplýsingar sem hýstar eru í ýmsum gagnaverum, m.a. þeim sem finna má http://www.google.ca/about/datacenters/inside/locations/ og https://azure.microsoft.com/en-us/global-infrastructure/regions/
Costco ábyrgist, með undirritun staðlaðra ákvæða um persónuvernd sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt, að öll vinnsla persónuupplýsinga sem á sér stað utan EES-svæðisins uppfylli sömu kröfur um vernd og öryggi og gilda samkvæmt ákvæðum gildandi laga og reglugerða um persónuvernd og meðferð persónupplýsinga. Hin stöðluðu samningsákvæði sem við notum við flutning persónuupplýsinga út fyrir EES-svæðið má nálgast hér og hér.
F. Hvernig tryggir Costco öryggi persónuupplýsinga?
Sem ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga mun Costco tryggja öryggi þeirra með viðeigandi öryggisráðstöfunum, s.s. með ytra öryggi auk skipulagslegra og tæknilegra öryggisráðstafana. Öryggisráðstöfunum er ætlað að verja persónuupplýsingarnar gegn því að þær eyðileggist, glatist, þeim sé breytt, þær eyðist og gegn óheimilum aðgangi, vinnslu eða notkun. Að því er varðar kreditkortaupplýsingar, þá er okkur skylt að vinna með og geyma slíkar upplýsingar í samræmi við öryggisreglur sem kreditkortafyrirtækin hafa sett, t.d. Visa, MasterCard og American Express.
G. Hve lengi geymir Costco persónuupplýsingar?
Costco mun geyma persónuupplýsingar þínar eins lengi og nauðsynlegt er miðað við tilganginn með vinnslunni, nema lög kveði á um lengri varðveislutíma. Til að mynda þurfum við að geyma upplýsingar um kaupsögu meðlima til að geta uppfyllt þá skilmála sem gilda um skilarétt. Ef þú vilt skila vöru sem þú keyptir fyrir mörgum árum, þá verðum við að geta staðreynt, hvenær og hvar þú keyptir vöruna. Við geymum því almennt upplýsingar um viðskiptareikninga og kaupsögu meðlima í að minnsta kosti 7 ár. Að auki, þegar þú samþykkir að fá markaðssetningarefni frá okkur, þá geymum við upplýsingar um netfang þitt og upplýsingar um það markaðsefni sem þú hefur mestan áhuga á, á meðan þú ert meðlimur, nema þú óskir ekki eftir því að fá slíkt markaðssetningarefni eða slítur aðild þinni
H. Hver er þinn réttur varðandi meðferð persónuupplýsinga?
Lög kveða á um ýmis réttindi þér til handa í tengslum við vinnslu á persónuupplýsingunum þínum, þó með nokkrum takmörkunum og undantekningum. Slík réttindi eru meðal annars:
- Réttur til að fá upplýsingar: Þú átt rétt á að fá upplýsingar um hvernig við vinnum með persónuupplýsingarnar þínar.
- Réttur til aðgangs: Þú átt rétt á að fá aðgang að eða afrit af þeim persónuupplýsingum sem við vinnum um þig.
- Réttur til leiðréttingar: Þú átt rétt á að við leiðréttum eða lagfærum óáreiðanlegar persónuupplýsingar sem við vinnum um þig.
- Réttur til eyðingar: Þú átt rétt á að óska eftir því að við eyðum persónuupplýsingum um þig.
- Réttur til takmörkunar á vinnslu: Þú átt rétt á að óska eftir því að við takmörkum vinnslu persónuupplýsinga um þig, þannig að okkur sé heimilt að geyma slíkar upplýsingar en megum ekki vinna þær frekar.
- Réttur til að flytja eigin gögn: Þú átt rétt á að óska eftir því að við látum þér í té persónuupplýsingar um þig á skipulegu, algengu, tölvulesanlegu sniði og að þær verði fluttar til annars ábyrgðaraðila án þess að Costco hindri slíkt.
- Réttur til að andmæla vinnslu: Þú átt rétt á því að óska eftir því að við hættum vinnslu persónuupplýsinga um þig (t.d. í þeim tilvikum þegar persónuupplýsingar eru unnar í þágu beinnar markaðssetningar. Þú getur andmælt slíkri vinnslu hvenær sem er með því að senda tölvupóst á personuvernd@costco.is eða með því að smella á afskráningarhlekk sem finna má neðst í markaðsefni því sem berst með rafrænum hætti.)
- Réttur til að afturkalla samþykki: Þegar vinnsla okkar á persónupplýsingum er byggð á samþykki þínu, hefur þú rétt til að afturkalla slíkt samþykki hvenær sem er. Afturköllun samþykkis hefur ekki áhrif á lögmæti vinnslu sem hefur farið fram áður en afturköllun á sér stað.
- Réttur til að leggja fram kvörtun: Þú átt rétt á að leggja fram kvörtun til eftirlitsyfirvalds í tengslum við meðferð okkar á persónuupplýsingum. Viljir þú leggja fram slíka kvörtun þá skaltu hafa samband við Persónuvernd (www.personuvernd.is).
Ef þú vilt nýta framangreindan rétt þá sendu okkur tölvupóst á personuvernd@costco.is eða smelltu hér.
I. Lyfjaverslun og sjónmælingar
Ef þú kaupir lyfseðilsskyld lyf, gleraugu eða augnlinsur þá skráum við og varðveitum lyfseðilsupplýsingar og upplýsingar úr sjónmælingu. Við gerum viðeigandi öryggisráðstafanir varðandi slíkar persónuupplýsingar. Þá er slíkum persónuupplýsingum ekki miðlað til annarra landa. Ef þú óskar eftir að fá greiðsluþátttöku frá hinu opinbera vegna sjóntækja eða þjónustu þá kunnum við að miðla nauðsynlegum heilsufarsupplýsingum til viðkomandi stofnunar. Costco og þjónustuaðilar okkar kunna að safna, nota eða miðla slíkum persónuupplýsingum í eftirfarandi tilgangi:
- Veita þér þá heilbrigðisþjónustu sem þú óskar eftir.
- Til að uppfylla skyldur um varðveislu sjúkraskráa.
- Í tengslum við greiðsluþátttöku hins opinbera í heilbrigðisþjónustu (t.d. fá upplýsingar frá vátryggjanda eða opinberri stofnun um greiðsluþátttöku).
- Við innri stjórn, s.s. áætlanagerð, verkaskiptingu, stefnumörkun, gæðakerfi, eftirlit, endurskoðun, rannsóknir og við mats- og skýrslugerðir.
Framangreind vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga byggir á umönnun eða meðferð á sviði heilbrigðisþjónustu.
Þá kunnum við að miðla slíkum persónuupplýsingum án vitneskju þinnar eða samþykkis, s.s. ef lög eða reglur áskilja, vegna leitarheimildar, stefnu, dómsúrskurðar eða til að vernda réttindi og eignir Costco og tryggja öryggi meðlima, viðskiptavina, starfsmanna eða ef almannahagur krefst þess. Við kunnum einnig að þurfa að miðla tilteknum heilsufarsupplýsingum til viðkomandi fagnefndar innan heilbrigðisstétta, s.s. lyfjafræðinga og sjóntækjafræðinga.
J. Aðgengi að Costco á Netinu
- Tenglar á aðrar vefsíður
- Notkun snjalltækja til að tengjast Costco
Á heimasíðu okkar kunna að vera tenglar á heimasíður þriðja aðila sem við höfum heimilað í því skyni að veita upplýsingar, til að kynna eigin vörur og/eða þjónustu. Ef tengillinn sjálfur gefur ekki skýrt til kynna að þú sért að fara inn á heimasíðu þriðja aðila munum við kappkosta að upplýsa þig um slíkt og að viðkomandi kunni að hafa aðra stefnu en Costco varðandi meðferð persónuupplýsinga. Almennt má ætla að unnið sé með allar persónuupplýsingar sem þú veitir á tengdum heimasíðum af þeim þriðja aðila og að sú vinnsla fari eftir þeirri stefnu sem viðkomandi aðili hefur sett um meðferð persónuupplýsinga. Costco ber þannig ekki ábyrgð á neinu því efni, öryggisráðstöfunum og persónuverndarstefnu sem finna má á heimasíðum þriðju aðila sem þú tengist í gegnum heimasíðu Costco. Við ráðleggjum þér að kynna þér þá stefnu sem þessir aðilar hafa sett sér um öryggi og meðferð persónuupplýsinga áður en þú veitir þeim persónuupplýsingar.
Við óskum ávallt eftir samþykki þínu áður en upplýsingum um staðsetningu snjalltækja er aflað eða miðlað. Almennt samþykki gagnvart farsímaþjónustu um að heimila eða heimila ekki notkun staðsetningarupplýsinga gildir ekki sjálfkrafa gagnvart Costco.
Almennt þarftu ekki að veita neinar persónuupplýsingar til að tengjast okkur í gegnum snjalltækið þitt.
K. Notkun barna á vef Costco (www.costco.is)
Við hvetjum foreldra til að fylgjast með því hvernig börn þeirra nota Netið. Costco hefur ekki í hyggju að safna upplýsingum frá ólögráða einstaklingum. Sért þú yngri en 18 ára ættir þú ekki að veita upplýsingar á heimasíðu Costco (www.costco.is).
L. Spurningar og aðstoð
Ef þú hefur spurningar í tengslum við þessa persónuverndarstefnu eða þarfnast annarrar aðstoðar þá komdu við á þjónustuborði í vöruhúsi okkar, hafðu samband í síma 532 5555 eða sendu okkur tölvupóst á personuvernd@costco.is. Einnig getur þú haft samband við persónuverndarfulltrúann okkar með því að senda tölvupóst á privacy@costco.com.
M. Breytingar á þessari persónuverndarstefnu
Við áskiljum okkur rétt til að breyta þessari persónuverndarstefnu hvenær sem er en við munum upplýsa þig um slíkar breytingar með því að vísa til dagsetningar breytinganna efst á síðunni. Við hvetjum þig til að fara ítarlega yfir persónuverndarstefnu okkar þannig að þér sé ljóst hvernig persónuupplýsingar þínar eru notaðar. Verði gerðar efnislegar breytingar á persónuverndarstefnu þessari sem breyta því hvernig við notum persónuupplýsingar og slíkar breytingar fara ekki saman við þann tilgang sem lýst er í persónuverndarstefnunni, munum við upplýsa um slíkar breytingar með góðum fyrirvara áður en þær taka gildi.