TOP

PERSÓNUVERNDARSTEFNA COSTCO WHOLESALE ICELAND EHF.

Síðast uppfærð 23.11.2023

Costco Wholesale Iceland ehf. („Costco“, eða „við“), kt. 700614-0690, Borgartúni 26, 105 Reykjavík, er ábyrgðaraðili vinnslu persónuupplýsinga eins og lýst er í þessari persónuverndarstefnu.

Með persónuverndarstefnu þessari er skýrt hvernig Costco fer með persónuupplýsingar meðlima sinna og viðskiptavina sem versla í vöruhúsi félagsins hér á Íslandi, hafa samband við þjónustuver, nota heimasíðu okkar (á vefsvæðinu www.costco.is), nota snjallforritið okkar eða eiga samskipti við okkur með öðrum hætti. Við hvetjum þig til að kynna þér reglulega persónuverndarstefnu okkar til að tryggja að þú skiljir hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar þínar og réttindi þín í tengslum við slíka vinnslu.

Vinsamlega athugaðu að við kunnum að hafa í gildi sérstaka persónuverndarstefnu í tengslum við tilteknar vörur og þjónustu. Þegar þú heimsækir vöruhús eða vefsíður Costco utan Íslands, þá gildir persónuverndarstefna viðkomandi Costco félags um vinnslu persónuupplýsinga.

 

Costco er umhugað um örugga meðferð persónuupplýsinga

Við virðum rétt þinn til einkalífs. Við tryggjum að öll meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við ákvæði gildandi laga og reglugerða um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Við seljum hvorki né leigjum persónuupplýsingar til þriðja aðila. Við deilum aðeins persónuupplýsingum með þriðju aðilum eins og lýst er í þessari persónuverndarstefnu. Við tryggjum að persónuupplýsingar séu ekki afhentar þriðju aðilum nema samþykki þitt liggi fyrir eða í samræmi við heimild í gildandi persónuverndarlöggjöf þegar slíkt samþykki er ekki nauðsynlegt. Nánari upplýsingar um hvernig við deilum persónuupplýsingum með þriðju aðilum má finna í kafla D.

Við virðum rétt þinn til að taka upplýstar ákvarðanir varðandi alla meðferð persónuupplýsinga. Persónuverndarstefna þessi skýrir stefnu okkar varðandi söfnun, meðferð, miðlun og vernd persónuupplýsinga þinna.

 

A. Hvað eru persónuupplýsingar?

Persónuupplýsingar eru sérhverjar upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling („skráðan einstakling“).

B. Hvers konar persónuupplýsingum safnar Costco?

Við söfnum persónuupplýsingum þegar þú gerist meðlimur eða endurnýjar aðild þína hjá Costco, heimsækir vöruhúsið, leggur inn pöntun, kaupir, skilar eða skiptir vörum, skráir þig fyrir tilteknum vörum eða þjónustu (eins og endurgreiðslum eða afsláttum, þjónustukerf Costco og annarri þjónustu fyrir fyrirtæki eða viðskiptavini), skoðar og notar heimasíðu okkar, snjallforrit, eða afgreiðsluskjái, gerist áskrifandi að markaðs- og kynningarefni, tekur þátt í könnun eða kynningu,, tekur þátt í keppni eða happdrætti, fyllir út eyðublað, hefur samband við okkur símleiðis eða með tölvupósti, eða átt samskipti við okkur með öðrum hætti. Í þeim tilgangi sem tilgreindur er í þessari persónuverndarstefnu söfnum við meðal annars eftirfarandi persónuupplýsingum:

 • Auðkennisgögn, s.s. nafn, starfsheiti, hjúskaparstaða, ljósmynd (tekin í vöruhúsi Costco fyrir aðildarkortið þitt eða á netinu í gegnum snjallforritið fyrir stafræna aðildarkortið þitt), fæðingardagur, kennitala, persónuskilríki (vegabréf eða dvalarleyfi) og/eða skattanúmer og að sjálfsögðu aðildarnúmer þitt hjá Costco.
 • Tengiliðaupplýsingar, s.s. heimilisfang, netfang, heimasímanúmer, farsímanúmer eða annað símanúmer til að ná í viðkomandi.
 • Upplýsingar um viðskiptafærslur, þ.á.m. upplýsingar um vörukaup og vöruskil, greiðslukortaupplýsingar (kortanúmer, gildistími, CVV kóði), rafrænar kvittanir við notkun á snjallforritinu, skýringar sem skráðar eru á viðskiptareikning þinn í tengslum við viðskiptafærslur þínar hjá okkur og aðrar upplýsingar sem þú kýst að veita okkur í tengslum við viðskiptafærslur (s.s. ljósmyndir ef þú nýtir þér ljósmyndaafgreiðslu Costco).
 • Rafræn gögn, þ.á.m. IP-vistfang sem notað er til að heimsækja heimasíðuna okkar, auðkenni snjalltækis, vafrategund, upplýsingar um hvernig heimasíðan er notuð og myndbandsupptökur í öryggismyndavélakerfi verslunarinnar. Jafnframt kunnum við að safna staðsetningargögnum þegar þú notar snjallforritið ef þú kýst að deila staðsetningu þinni. Þegar þú skoðar og notar vefsíðuna okkar söfnum við rafrænum gögnum sjálfkrafa með notkun á vefkökum, myndeiningum og staðbundinni geymslu. Nánari upplýsingar um vefkökur má finna í vefkökustefnu okkar.

Persónuupplýsingar sem tengjast samstarfsaðilum og viðskiptavinum berast okkur einnig með óbeinum leiðum. Til dæmis ef meðlimur bætir fjölskyldumeðlim við viðskiptareikning sinn hjá Costco sem viðbótarmeðlim safnast upplýsingar á borð við nafn, heimilisföng, símanúmer og netföng sem meðlimurinn veitir um þessa einstaklinga. Í ákveðnum tilvikum berast okkur einnig persónuupplýsingar, s.s. tengiliðaupplýsingar, frá þriðju aðilum sem aðstoða okkur í tilteknum ferlum, s.s. leiðréttingu á skrám, ráðstafanir gegn svikum, afhendingarþjónustu og í tengslum við tilboð eða vörukynningar. Við samtengjum slíkar upplýsingar við aðrar persónuupplýsingar sem þú veitir okkur með beinum hætti til þess að halda utan um upplýsingar tengdar aðild þinni, bjóða þér vörur og þjónustu og til að tryggja að skrár okkar séu áreiðanlegar og uppfærðar.

C. Hvernig notar Costco persónuuplýsingar?

Costco notar persónuupplýsingar þínar alla jafna í þeim tilgangi að vinna beiðnir eða viðskiptafærslur, virkja aðild þína, veita þér fyrsta flokks þjónustu, upplýsa þig um tækifæri sem við teljum að þú hafir áhuga á og í tengslum við viðskiptareikning þinn hjá fyrirtækinu, þ.á.m. kannanir og útgefið efni á okkar vegum. Persónuupplýsingar kunna að vera notaðar í eftirfarandi tilgangi:

 • Til að vinna úr umsókn þinni um aðild og/eða endurnýjun aðildar og afgreiða hana (lagagrundvöllur fyrir vinnslunni er efnd á aðildarsamningi milli þín og Costco),
 • Til að veita þér vörur og þjónustu, m.a. framkvæma greiðslur, senda tilkynningar (með tölvupósti eða SMS-skilaboðum) í tengslum við vörukaup, halda utan um ábyrgðir og við skil og skipti á vörum (lagagrundvöllur fyrir vinnslunni er efnd á kaupsamningi milli þín og Costco og til að vernda lögmæta hagsmuni Costco),
 • Til að svara fyrirspurnum eða kvörtunum frá þér, m.a. þegar þú hefur samband við þjónustufulltrúa okkar (lagagrundvöllur fyrir vinnslunni byggir á samþykki þínu and og Costco og til að vernda lögmæta hagsmuni Costco),
 • Til að færa þér fréttir, meðmæli með vörum, kynningarefni, afsláttarmiða, tilboð og annað markaðsefni um Costco og vörur og þjónustu frá þriðja aðila með tölvupósti, bréfpósti, símleiðis og með tilkynningum í snjallforritinu. Slík markaðssetning kann að vera byggð á upplýsingum af viðskiptareikningi þínum og kaupsögu þannig að þú fáir upplýsingar og tilboð sem við teljum að höfði sérstaklega til þín. Nánari upplýsingar um hvernig þú getur afþakkað slíkt kynningarefni má finna í kafla G „Réttur til að andmæla vinnslu“ (lagagrundvöllur fyrir vinnslunni byggir á lögmætum hagsmunum okkar sem felast í að veita upplýsingar um vörur og þjónustu sem kunna að vekja áhuga þinn, nema gildandi lög krefjist þess að við útvegum samþykki þitt, sem við munum þá gera).
 • Til að hafa samband við þig og kanna reynslu þína af viðskiptum við okkur og í tengslum við vörur og þjónustu sem þú kaupir, þ.á.m. senda þér upplýsingar um pantanir þínar (t.d. tilkynningar með tölvupósti og SMS-skilaboðum varðandi stöðu, sendingu, afhendingu og afgreiðslu), kannanir og upplýsingar um gæðamál í tengslum við tilteknar vörur (lagagrundvöllur fyrir vinnslunni byggir á lögmætum hagsmunum okkar sem felast í að bæta þjónustu okkar og veita viðeigandi upplýsingar um vörur sem keyptar eru hjá okkur).
 • Til að upplýsa þig um innkallanir á vörum eða önnur heilbrigðis- og öryggisatriði og tilkynningar um neytendavernd (vinnslan byggir á lagaskyldu, s.s. löggjöf á sviði neytendaverndar).
 • Til að uppfylla lagaskyldur, þ.á.m. samkvæmt skattalöggjöf, lögum um varnir gegn svikum og peningaþvætti og lögum sem veita þér tiltekin réttindi (lagagrundvöllur fyrir slíkri meðferð byggir á lagaskyldu samkvæmt íslenskum lögum, þ.á.m. skattalöggjöf, lögum um varnir gegn svikum, peningaþvætti og hryðjuverkum og lögum um neytendavernd).
 • Þegar við greinum notkun á vefsíðu okkar (lagagrundvöllur fyrir vinnslunni byggir á lögmætum hagsmunum okkar til að bæta vefsíðuna okkar og skilja betur þarfir og væntingar notenda).
 • Vegna innri stjórnsýslu, s.s. áætlanagerð, ráðstöfun fjármagns, stefnumörkun, gæðakerfi, eftirlit, endurskoðun og við mats- og skýrslugerðir (lagagrundvöllur fyrir vinnslunni byggir á lögmætum hagsmunum okkar af því að greina kauphegðun, bæta vöruúrval og þjónustu og þróa og bæta starfsemi okkar).
 • Við uppgötvun og rannsókn á svikafærslum og til að koma í veg fyrir slík svik og annað ólöglegt athæfi og vernda réttindi og eignir Costco og tryggja öryggi okkar, samstarfsaðila, viðskiptavina, starfsmanna eða almennings, þ.á m. með notkun á öryggismyndavélakerfi (lagagrundvöllur fyrir vinnslunni byggir á lögmætum hagsmunum okkar af því að koma í veg fyrir svik og tryggja öryggi eigna, samstarfsaðila, viðskiptavina, starfsmanna og almennings).

D. Hvernig miðlar Costco persónuupplýsingum til þriðju aðila?

Við miðlum upplýsingum í eftirfarandi tilvikum:

 • Costco kann að miðla persónuupplýsingum til félaga sem heyra undir Costco samsteypuna í þeim tilgangi sem lýst er í þessari persónuverndarstefnu. Vinsamlega athugið að þar sem félögin sem heyra undir samsteypuna eru staðsett erlendis felur upplýsingagjöf til tiltekinna hlutdeildarfélaga í sér flutning á persónuupplýsingum eins og lýst er í í kafla E

   

 • Þjónustuveitendur og verktakar
 • Við deilum persónuupplýsingum með fyrirtækjum sem inna af hendi þjónustu fyrir okkar hönd (t.d. vef/app-hýsingu, upplýsingatækni, vinnslu á greiðslukortafærslum, vöruafhendingu, uppsetningu, kröfuvinnslu, innheimtu á ógreiddum kröfum, sendingu á tölvu- og bréfpósti, markaðssetningu og þjónustu í tengslum við lögfræðiaðstoð, ráðgjöf, gagnagreiningu, tryggingar, endurskoðun og bókhald). Vinsamlega athugið að þar sem sumir þessara þjónustuveitenda eru staðsettir erlendis felur tiltekin upplýsingagjöf í sér flutning á persónuupplýsingum eins og lýst er í kafla E.

  Þurfi einhverjir þessara þjónustuveitenda að nálgast persónuupplýsingar þínar, krefjumst við þess að þær séu eingöngu notaðar til að sinna þjónustunni fyrir okkur. Við gerum einnig kröfu um að þeir haldi trúnaði um upplýsingarnar og/eða skili upplýsingunum til okkar þegar þeir þurfa ekki lengur á þeim að halda.

  • Þjónusta þriðju aðila

  Við deilum persónuupplýsingum með fyrirtækjum sem við erum í samstarfi við til að að veita þér tilteknar vörur og þjónustu, s.s. söluaðila sjón- og heyrnartækja og framleiðendur eða dreifingaraðila sem flytja vörur beint til þín. Ef þú kaupir, pantar eða óskar eftir vörum eða þjónustu sem veitt er af þriðja aðila þá miðlum við nafni þínu, aðildarnúmeri og öðrum persónuupplýsingum sem nauðsynlegar eru fyrir þriðja aðilann til að útvega þér viðkomandi vöru eða þjónustu. Við berum ekki ábyrgð á neinum þeim viðbótarupplýsingum sem þú veitir þessum þriðju aðilum og við hvetjum þig til að kynna þér persónuverndarstefnu þessara aðila áður en þú veitir þeim upplýsingar.

  • Aðalreikningshafi Costco aðildar

  Hverjum aðildarreikningi hjá Costco er stjórnað af aðalmeðlim sem hefur heimild til að bæta við aukameðlim eða eyða slíkri skráningu eða gera aðrar breytingar á reikningnum. Vinsamlega athugið að upplýsingar um allar aðgerðir sem framkvæmdar eru undir viðkomandi viðskiptareikningi, s.s. viðskiptafærslur sem framkvæmdar eru af aukameðlim, verða sýnilegar fyrir aðalmeðlim.

  • Samþykki. Við miðlum persónuupplýsingum einnig til þriðju aðila, annarra en þeirra sem vísað hefur verið til hér að framan, þegar þú hefur veitt okkur samþykki fyrir slíkri miðlun.
  • Ráðstafanir gegn svikum. Costco vinnur með þjónustuaðilum og tilheyrir samtökum sem miðla takmörkuðu magni persónuupplýsinga til að koma í veg fyrir svik, s.s. – í heild eða að hluta – greiðslukortanúmeri, IP-vistfangi eða auðkenni snjalltækis.
  • Í samræmi við lög. Við miðlum einnig persónuupplýsingum þegar fyrir liggur lagaleg heimild eða skylda samkvæmt gildandi lögum eða í tengslum málsmeðferð (þ.á.m. fyrirmæli frá yfirvöldum eða dómstólum), til að bregðast við kvörtunum (þ.á.m. fyrirspurnum frá þér í tengslum við kaup þín hjá Costco) eða til að vernda eignir og tryggja réttindi og öryggi fyrirtækja Costco, kaupenda okkar, samstarfsaðila, starfsfólks eða almennings
  • Fyrirtækjaviðskipti. Persónuupplýsingum kann að vera miðlað í tengslum við samningaviðræður um kaup, samruna eða yfirtöku á eignum félagsins til þriðju aðila sem koma að slíkum viðskiptum.

   

E. Gagnaflutningar milli landa

Persónuupplýsingar eru fluttar til landa utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) og í sumum tilvikum veitir löggjöf þeirra ríkja ekki sömu vernd fyrir persónuupplýsingar og gert er í íslenskri löggjöf. Til dæmis flytjum við persónuupplýsingar til félaga sem heyra undir Costco samsteypuna í Bandaríkjunum og Kanada í þeim tilgangi sem er lýst í þessari persónuverndarstefnu. Við miðlum einnig persónuupplýsingum til þjónustuveitenda sem vinna úr persónuupplýsingum fyrir okkur í Bandaríkjunum, Kanada og víðar (til dæmis sinna Google og Microsoft úrvinnslu persónuupplýsinga fyrir okkur í gagnaverum í ýmsum löndum, sem m.a. má finna á http://www.google.ca/about/datacenters/inside/locations/ and https://azure.microsoft.com/en-us/global-infrastructure/regions/

Costco ábyrgist að, með undirritun fastra samningsákvæða um persónuvernd sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt eða með því að tryggja, þar sem við á, að viðtakandi persónuupplýsinganna hafi vottun samkvæmt gagnaverndarsamkomulagi, að miðlun og vinnsla persónuupplýsinga utan EES-svæðisins uppfylli sömu kröfur um vernd og öryggi og gilda samkvæmt ákvæðum viðeigandi laga og reglugerða um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Hin föstu samningsákvæði sem við beitum við gagnaflutning utan EES má nálgast hér og  hér.

F. Hvernig tryggir Costco öryggi persónuupplýsinga?

Við tryggjum öryggi búnaðar auk skipulagslegra og tæknilegra öryggisráðstafana til að vernda persónuupplýsingar gegn því að þær skemmist, glatist, þeim sé breytt, þær eyðist og gegn óheimilum aðgangi, vinnslu eða notkun, á meðan við erum ábyrgðaraðili gagnanna. Að því er varðar kreditkortaupplýsingar, þá er okkur skylt að vinna með og geyma kortaupplýsingar í samræmi við öryggisreglur sem kreditkortafyrirtækin hafa sett, t.d. Visa, MasterCard og American Express.

G. Hversu lengi geymir Costco persónuupplýsingar?

Costco mun geyma persónuupplýsingar þínar eins lengi og nauðsynlegt er í samræmi við tilganginn með söfnun þeirra, nema lög kveði á um lengri varðveislutíma. Til að mynda þurfum við að geyma upplýsingar um kaupsögu meðlima til að geta uppfyllt þá skilmála sem gilda um skilarétt. If you want to return an item you bought from us several years ago, we need to be able to confirm when and where you bought it. Ef þú vilt skila vöru sem þú keyptir fyrir mörgum árum, þá verðum við að geta staðreynt hvenær og hvar þú keyptir vöruna. Við geymum því almennt upplýsingar um viðskiptareikninga og kaupsögu meðlima í að minnsta kosti 7 ár. Þegar þú samþykkir að fá markaðssetningarefni frá okkur, þá geymum við ennfremurupplýsingar um netfang þitt og upplýsingar um það markaðsefni sem þú hefur mestan áhuga á, á meðan þú ert meðlimur, nema þú óskir eftir að fá ekki slíkt markaðsefni eða slítur aðild þinni. Myndupptökur úr öryggismyndavélakerfum í vöruhúsum okkar eru varðveittar í 30 daga.

H. Hver er rétturi þinn varðandi meðferð persónuupplýsinga?

Þú hefur ýmis réttindi samkvæmt lögum í tengslum við vinnslu á persónuupplýsingum þínum, þótt nokkrar takmarkanir og undantekningar gildi um þau. Slík réttindi eru meðal annars:

 • Réttur til að fá upplýsingar: Þú átt rétt á að fá um upplýsingar um hvernig við vinnum með persónuupplýsingarnar þínar.
 • Réttur til aðgangs: Þú átt rétt á að fá aðgang að eða afrit af þeim persónuupplýsingum sem við vinnum um þig.
 • Réttur til leiðréttingar: Þú átt rétt á að óska eftir að við leiðréttum eða lagfærum óáreiðanlegar persónuupplýsingar sem við vinnum um þig.
 • Réttur til eyðingar: Þú átt rétt á að óska eftir því að við eyðum persónuupplýsingum um þig.
 • Réttur til takmörkunar á vinnslu: Þú átt rétt á að óska eftir því að við takmörkum vinnslu persónuupplýsinga um þig, þannig að okkur sé heimilt að geyma slíkar upplýsingar en óheimilt að vinna þær frekar.
 • Réttur til að flytja eigin gögn: Þú átt rétt á að óska eftir því að við látum þér í té persónuupplýsingar sem þú hefur veitt okkur á skipulegu, algengu, tölvulesanlegu sniði og að þær verði fluttar til annars ábyrgðaraðila án þess að Costco hindri það.
 • Réttur til að andmæla vinnslu: Þú átt rétt á því að óska eftir því að við hættum vinnslu persónuupplýsinga um þig (t.d. í þeim tilvikum þegar persónuupplýsingar eru unnar í þágu beinnar markaðssetningar getur þú andmælt slíkri vinnslu hvenær sem er með því að senda tölvupóst á personuvernd@costco.is eða með því að smella á afskráningarhlekk neðst í markaðssetningarskilaboðunum).
 • Réttur til að afturkalla samþykki: Þegar vinnsla okkar á persónuupplýsingum er byggð á samþykki þínu, hefur þú rétt til að afturkalla slíkt samþykki hvenær sem er.
 • Réttur til að leggja fram kvörtun: You have the right to file a complaint regarding our data protection practices with a supervisory authority. Þú átt rétt á að leggja fram kvörtun til eftirlitsyfirvalds í tengslum við meðferð okkar á persónuupplýsingum. Viljir þú leggja fram slíka kvörtun þá skaltu hafa samband við Persónuvernd (www.personuvernd.is).

Ef þú vilt nýta framangreindan rétt, þá skaltu senda okkur tölvupóst á personuvernd@costco.is eða smella hér.

I. Apótek og sjóntækjamiðstöð

Ef þú kaupir lyfseðilsskyld lyf, eða gleraugu eða augnlinsur samkvæmt forskrift, söfnum við og geymum slíkar upplýsingar í skrám okkar. Við gerum viðeigandi tæknilegar og rekstrarlegar ráðstafanir til að tryggja öryggi heilsutengdra upplýsinga. Heilsutengdum upplýsingum er ekki miðlað milli landa.

Ef þú sækir um eða nýtur greiðsluþátttöku frá hinu opinbera vegna vegna sjóntækja eða sjóntækjaþjónustu, kunnum við miðla heilsufarsupplýsingum til viðkomandi stofnunar. Costco og þjónustuveitendur okkar kunna að safna, nota eða miðla persónulegum heilsufarsupplýsingum í tengslum við:

 • að veita þér þá heilbrigðisþjónustu sem þú óskar eftir,
 • samskipti við heilbrigðisþjónustuaðila þína,
 • geymslu rafrænna sjúkraskráa á staðbundnum netþjónum,
 • í tengslum við greiðsluþátttöku hins opinbera í heilbrigðisþjónustu (fá upplýsingar frá vátryggjanda eða opinberri stofnun um greiðsluþátttöku),
 • innri stjórnsýslu, þ.á.m. áætlanagerð, ráðstöfun fjármagns, stefnumótun, gæðakerfi, eftirlit, endurskoðun og mats- og skýrslugerðir.

Við vinnum úr persónulegum heilsufarsupplýsingum þínum þegar það er nauðsynlegt til að veita þér heilsbrigðisþjónustu eða meðferð.

Við kunnum einnig að miðla heilsufarsupplýsingum án vitundar þinnar eða samþykkis ef lög, reglugerðir, húsleitarheimild, stefna eða dómsúrskurður heimilar eða skyldar okkur til að gera það til að vernda eignir eða tryggja réttindi eða öryggi Costco, viðskiptavina okkar, starfsfólks eða almennings. Jafnframt gætum við þurft að miðla tilteknum heilsufarsupplýsingum samkvæmt fyrirmælum frá heilbrigðisstofnunum, þar á meðal fyrir lyfjafræðinga og sjóntækjafræðinga.

J. Reglur tengdar netnotkun

 • Hlekkir á aðrar síður
 • Við kunnum að gefa þér kost á að tengjast frá okkar síðu yfir á vefsíður þriðju aðila sem við heimilum að bjóða upp á vörur, upplýsingar og/eða þjónustu. Sé það ekki ljóst af samhenginu að þér sé vísað á síðu þriðja aðila leitumst við við að tilkynna þér að þú sért að heimsækja síðu þar sem önnur persónuverndarstefna gildir. Almennt séð eru allar persónuupplýsingar sem þú gefur upp á tengdum síðum veittar beint til þess þriðja aðila og eru gildir persónuverndarstefna þess þriðja aðila um þær. Við berum ekki ábyrgð á innihaldi eða persónuverndar- og öryggisstefnum vefsíðna sem við tengjumst við. Við hvetjum þig til að kynna þér persónuverndarstefnu þessara aðila áður en þú veitir þeim upplýsingar.

 • Aðgangur að Costco með snjalltæki
 • Við óskum eftir samþykki þínu áður en við söfnum eða miðlum staðsetningarupplýsingum frá snjalltæki. Almennt samþykki þitt til farsímaþjónustuveitunnar um að leyfa (eða banna) staðsetningartengda þjónustu á ekki sjálfkrafa við um okkur.

  Almennt þarftu ekki að gefa upp neinar persónuupplýsingar til að tengjast okkur í gegnum snjalltæki.

K. Notkun ólögráða einstaklinga á vefsíðu costco.is

Við hvetjum foreldra til að fylgjast með netnotkun barna sinna. Costco ætlar sér ekki að safna upplýsingum frá ólögráða einstaklingum. Sért þú yngri en 18 ára ættir þú ekki að veita persónuupplýsingar á vefsíðu costco.is.

L. Spurningar og aðstoð

Ef þú hefur spurningar í tengslum við þessa persónuverndarstefnu eða vilt hafa samband við okkur af öðrum ástæðum geturðu komið við á þjónustuborðinu í vöruhúsi okkar, hringt í s. 532 5555, sent okkur tölvupóst á personuvernd@costco.is eða haft samband við persónuverndarfulltrúann okkar með því að senda tölvupóst á privacy@costco.com.

M. Breytingar á þessari persónuverndarstefnu

Við áskiljum okkur rétt til að breyta þessari persónuverndarstefnu hvenær sem er. Við munum upplýsa um slíkar breytingar með því að vísa til dagsetningar breytinganna efst á síðunni. Við hvetjum þig til að skoða persónuverndarstefnu okkar reglulega þannig að þér sé ljóst hvernig persónuupplýsingar þínar eru notaðar. Verði veigamiklar breytingar á meðferð okkar á persónuupplýsingum og nýja notkunin er ótengd þeirri notkun sem fram kemur í þessari persónuverndarstefnu munum við tilkynna það með góðum fyrirvara