TOP

faqs faqs

Hvar get ég notað aðildarkortið mitt?

Aðild þín gildir í rúmlega 770 vöruhúsum Costco um allan heim (að undanskildum erlendum netverslunum og ferðaþjónustu Costco).

Hvernig endurnýja ég aðildarkortið mitt?

Aðildina má endurnýja við þjónustuborðið, við afgreiðslukassann eða á Netinu.

Hvers vegna þarf ég að framvísa aðildarkortinu þegar ég kem í vöruhúsið?

Þar sem meðlimir okkar greiða árgjald fyrir að versla hjá Costco er einungis meðlimum Costco heimilt að versla hjá okkur*. Á aðildarkortinu þínu er ljósmynd af þér af því öðrum er óheimilt að nota kortið og það er óframseljanlegt. Ljósmyndin kemur líka í veg fyrir óheimila notkun ef kortið skyldi glatast eða ef því er stolið. (*að undanskildum viðskiptavinum apóteks sem framvísa lyfseðli)

Hvers vegna þarf ég að framvísa kvittun þegar ég yfirgef vöruhúsið?

Með því að yfirfara kvittanir meðlima við útganginn stuðlum við að nákvæmni í birgðastjórnun. Það er bæði meðlimum okkar og fyrirtækinu til hagsbóta. Þannig er tryggt að meðlimir hafi fengið allt sem þeir greiddu fyrir og að þeir hafi hvorki greitt of mikið né of lítið.