COSTCO STÖRF

Yfirlit

Costco Wholesale er alþjóðlegt heildsölufyrirtæki, með milljarða veltu, og á næstu misserum verðum við með vöruhús í 11 löndum. Við erum leiðandi á okkar sviði, einbeitum okkur að því að tryggja gæði á öllum stigum viðskipta okkar og njótum virðingar fyrir framúrskarandi viðskiptasiðferði. Þrátt fyrir stærð okkar og öfluga alþjóðlega markaðssókn, bjóðum við ávallt upp á gott vinnuumhverfi, þar sem starfsfólki okkar líður vel og nær árangri.


Hverju leitar þú eftir í starfi?
  • Samkeppnishæfum launum
  • Spennandi starfstækifærum
  • Starfsþróun og -frama
  • Vingjarnlegu og stuðningsríku starfsumhverfi
  • Vinnustað sem virðir lög og siðferði

Stefna Costco er og hefur ávallt verið sú að starfsfólk geti notið starfsumhverfis sem er laust við alla mismunun. Allar ákvarðanir varðandi ráðningar, stöðuhækkanir, verkefnaval, þjálfun, uppsagnir og önnur starfsskilyrði eru teknar án þess að mismuna fólki með ólögmætum hætti, t.d. vegna kynþáttar, litarháttar, þjóðernis, ætternis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, trúar, aldurs, þungunar, fötlunar, vinnutengdra áverka, pólitískra skoðana, erfðaupplýsinga, hjúskaparstöðu eða öðru sem ekki er lögmætur grundvöllur fyrir ákvörðunartöku varðandi málefni starfsfólks.

Vöruframsetning er kjarnaatriði hjá Costco og þungamiðja fyrirtæksins er rekstur vöruhúsanna. Flestir starfsmenn hefja feril sinn í vöruhúsinu og verða smám saman sérfróðir um gildi vöruframsetningar og reksturinn í heild sinni. Einnig eru margvísleg störf í boði innan aðalskrifstofu fyrirtækisins í Bretlandi. Costco er ávallt mjög í mun að viðurkenna vel unnin störf og umbuna starfsfólki sínu fyrir starf þeirra og trygglyndi. Raunin er sú að stærstur hluti yfirstjórnarinnar hefur hlotið framgang innan fyrirtækisins.

Eigum við samleið?

Ef þú ert metnaðarfullur og drífandi einstaklingur, sem nýtur þess að starfa sem hluti af liðsheild í krefjandi vinnuumhverfi með fjölda áskorana og tækifæra, er Costco rétti staðurinn fyrir þig.

Árangursdrifið starfsfólk okkar er með ríka þjónustulund og tekur heiðarlegan og ábyrgan þátt í að ná sameiginlegum markmiðum okkar, um að ná afburða frammistöðu í lífi og starfi.

Hér á eftir eru frekari upplýsingar um starfsmöguleika sem í boði eru. Costco hefur upp á að bjóða áhugaverð störf, samkeppnishæf laun, ýmiss fríðindi og gott starfsumhverfi.

Starfsmöguleikar í vöruhúsi okkar

Ef þú hefur áhuga á að sækja um starf hjá Costco í Kauptúni, vinsamlegast hafðu samband við okkur í: Careers.

Costco veitir öllum jöfn tækifæri og er reyk- og vímuefnalaus vinnustaður.