Um
COSTCO

Yfirlit

Costco Wholesale Corporation starfrækir alþjóðlega keðju heildverslana undir nafninu Costco Wholesale, sem allar byggja á meðlimaaðild. Costco býður hágæða vörur og þekkt vörumerki á umtalsvert lægra verði en hin dæmigerða heildsala eða verslun. Þannig gefst litlum og meðalstórum fyrirtækjum kostur á lækkuðu innkaupsverði á vörum til endursölu eða til fyrirtækjanota. Einnig gefst einstaklingum kostur á að versla til einkanota.

Costco Wholesale Corporation hóf starfsemi sína árið 1983 í Seattle í Bandaríkjunum. Árið 1993 sameinaðist Costco versluninni The Price Company, sem hafði frá 1976 verið frumkvöðull í innleiðingu heildsöluverslana í formi meðlimaklúbba, og hét þá Price/Costco Inc., með höfuðstöðvar í Delaware, Bandaríkjunum. Árið 1997 voru þær eignir fyrirtæksins sem ekki tengdust heildsölurekstri fluttar yfir í Price Enterprices, Inc. og fyrirtækið breytti nafni sínu í Costco Companies. Þann 30. ágúst 1999 fluttist fyrirtækið aftur frá Delaware til Washingtonfylkis og breytti nafni sínu í Costco Wholesale Corporation, sem skráð er á hlutabréfamarkaði NASDAQ undir merkinu ,,COST“. Höfuðstöðvar Costco eru í Issaquah í Washingtonfylki í Bandaríkjunum.

Verslanir Costco bjóða eitthvert mesta og vandaðasta vöruúrval sem finna má á einum stað. Meðal vöruflokka sem boðið er uppá má telja ýmiss aðföng fyrir veitingaþjónustu, sælgæti, heimilistæki, sjónvörp, bílavörur, hjólbarða, leikföng, verkfæri, íþróttavörur, skartgripi og úr, myndavélar, bækur, heimilisvörur, fatnað, snyrtivörur, húsgögn og skrifstofuvörur. Costco er þekkt fyrir að bjóða hágæða vörumerki á verði sem er ávallt lægra en gengur og gerist hjá öðrum heildverslunum og smásölum.

Meðlimir eiga einnig kost á því að kaupa vörur frá Kirkland Signature, sem er eigið vörumerki Costco og var hannað til þess að bjóða vörur að jöfnum eða betri gæðum en leiðandi vörumerki, m.a.ávaxtasafa, smákökur, kaffi, hnetur, heimilisvörur, ferðatöskur, heimilistæki, fatnað og þvottaefni.

Stefna Costco er og hefur ávallt verið sú að starfsfólk geti notið starfsumhverfis sem er laust við alla mismunun. Allar ákvarðanir varðandi ráðningar, stöðuhækkanir, verkefnaval, þjálfun, uppsagnir og önnur starfsskilyrði eru teknar án þess að mismuna fólki með ólögmætum hætti, t.d. vegna kynþáttar, litarháttar, þjóðernis, ætternis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, trúar, aldurs, þungunar, fötlunar, vinnutengdra áverka, pólitískra skoðana, erfðaupplýsinga, hjúskaparstöðu eða öðru sem ekki er lögmætur grundvöllur fyrir ákvörðunartöku varðandi málefni starfsfólks. Vöruframsetning er kjarnaatriði hjá Costco og þungamiðja fyrirtæksins er rekstur vöruhúsanna. Flestir starfsmenn hefja feril sinn í vöruhúsinu og verða smám saman sérfróðir um gildi vöruframsetningar og reksturinn í heild sinni. Einnig eru margvísleg störf í boði innan aðalskrifstofu fyrirtækisins í Bretlandi. Costco er ávallt mjög í mun að viðurkenna vel unnin störf og umbuna starfsfólki sínu fyrir starf þeirra og trygglyndi. Raunin er sú að stærstur hluti yfirstjórnarinnar hefur hlotið framgang innan fyrirtækisins.
Costco á heimsvísu
Lykilupplýsingar
Fjöldi vöruhúsa:
 • í nóvember 2016: 715
Dreifing vöruhúsa:
 • 501 vöruhús í 41 fylki í Bandaríkjunum og Puerto Rico
 • 91 vöruhús í 9 fylkjum í Kanada
 • 36 vöruhús í 18 fylkjum í Mexíkó
 • 28 vöruhús í Bretlandi
 • 25 vöruhús í Japan
 • 12 vöruhús í Taiwan
 • 12 vöruhús í Kóreu
 • 8 vöruhús í Ástralíu
 • 2 vöruhús á Spáni
Meðlimafjöldi, 1. september 2016:
 • 80 milljónir
Meðalstærð vöruhúss:
 • 13.000 fermetrar
Árstekjur fjárhagsársins 2016 (til 29/8/2016):
 • 111 milljarðar bandaríkjadala
Heildarfjöldi starfsmanna á heimsvísu (í fullu og hlutastarfi):
 • 205.000